14.12.2009 22:28Afmælishátíð Landssambands hestamannafélaga60 ára afmælishátíð Landssambands hestamannafélaga
verður haldin 18.des. nk. Í IÐNÓ, nánast á sama stað og sambandið var stofnað en stofnfundurinn var haldinn í Baðstofu iðnaðarmanna 18.
desember 1949 þar sem tólf hestamannafélög lögðu grunninn. Gunnar Bjarnason
leiddi undirbúningsvinnu að stofnun sambandsins en fyrsti formaður þess var
H.J. Hólmjárn. Í fyrstu lögum LH segir m.a.: "Markmið sambandsins er að vinna
að bættri meðferð hesta, sérræktun íslenzks reiðhestakyns og framgangi
reiðhestaíþrótta...." Á hátíðinni verður athygli vakin á fjölþættu hlutverki
íslenska hestsins og því viðamikla og blómlega starfi sem honum tengist, bæði
hér á landi og erlendis. Hestamennska er
atvinna margra sprottin af þeirri íþrótt og lífsstíl fjölda fólks á öllum aldri
sem nýtur margbreytilegra eðliskosta íslenska hestsins í leik og keppni. Staða
íslenska hestsins er sterk í menningu þjóðarinnar og sérstæðir eiginleikar hans
hafa vakið verðskuldaða athygli víða um lönd það hefur reynst dýrmætt kynning
landi og þjóð. Afmælishátíðin
hefst á fánareið úrvalsknapa á öðlingsgæðingum, sem koma ríðandi að Iðnó
klukkan 14:45. Klukkan 15:00 hefst svo afmælisdagskrá þar sem fjallað
verður um fjölþætt hlutverk íslenska hestsins
og það viðamikla og blómlega starf sem honum tengist, bæði hér heima og erlendis:
Kári Arnórsson flytur inngang um sögu LH, Þorvaldur
Kristjánsson fjallar um íslenska hestinn og vísindasamfélagið, Ásta Möller
ræðir lykilþætti í markaðssetningu íslenska hestsins, Benedikt Erlingsson
fjallar um hestinn í listum og menningu, Pétur Behrens flytur erindi um tamningu og reiðlist og Hjörný Snorradóttir fjallar um
stefnumótun varðandi framtíð Landsmóts hestamanna. Dísella Lárusdóttir syngur og Gunnar Eyjólfsson flytur ljóð. Fundarstjóri
hátíðarinnar verður Friðrik Pálsson. Dagskráin er öllum opin meðan húsrúm
leyfir. Landsamband
hestamannafélaga er aðili að Íþróttasambandi Íslands. 47 félög eiga aðild að
sambandinu og er formaður þess Haraldur Þórarinsson. Auk hefðbundinnar keppni,
æfinga og þjálfunar til líkamlegrar heilsuræktar er það, samkvæmt lögum
Íþróttasambands Íslands, í verkahring LH að sinna hagsmunamálum sem tengjast
hestaíþróttum svo sem á sviði ræktunarmála, tamninga, samgöngu- og ferðamála,
landnýtinga- og umhverfismála. Árið 2010, 60 ára
starfsár Landssambands hestamannafélaga, verður nýtt til þess að kynna enn
betur íslenska hestinn og mikilvægi hans fyrir íslensku þjóðinni. Landsmótið á Vindheimamelum verður
hápunkturinn og hin eiginlega afmælisveisla allra hestamanna. F.h.
afmælisnefndar LH Hallmar
Sigurðsson síma 8960779 Skrifað af selma Flettingar í dag: 972 Gestir í dag: 18 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 930567 Samtals gestir: 88578 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 05:57:48 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is