28.02.2010 19:33Afmæli ÞytsÞað má með sanni segja að gærdagurinn
hafi verið frábær og sýningin vel heppnuð. Stjórn Þyts vill þakka öllum
sem komu að hátíðinni en knapar sýningarinnar voru 84 og ætli það hafi
ekki komið um 120 manns að sýningunni í heild. Hátíðin byrjaði á fánareið og ræðuhöldum. Sigrún formaður hélt ræðu um tilurð félagsins og byggingu reiðhallarinnar sem fékk nafnið Þytsheimar. Séra Magnús Magnússon blessaði húsið og má segja að hann hafi náð sambandi við veðurguðina því um kl 14:00 var leiðindaveður, norðaustan hríð, en um 15:00 þegar hátíðin var að hefjast og Magnús búinn að blessa húsið þá birti til. Guðný Helga oddviti Húnaþings vestra fór með vísu sem hún orti um hestamannafélagið og reiðhöllina. Anna María gaf hestamannafélaginu skeiðklukkur frá Ungmennasambandinu og formaður LH Haraldur Þórarinsson tók einnig til máls. Síðan kom hvert flotta atriðið á fætur öðru. Í hléi var síðan þvílík kökuveisla í boði félagsmanna. Hér að neðan má sjá video Palla sem eru inn á Hvammstangablogginu en hann tók líka upp alla sýninguna í gær. Takk kærlega Palli. Hægt er að sjá tvö atriði frá sýningunni á YouTube. Það eru atriðin "Svörtu folarnir" og "Dívurnar". Myndir koma svo inn á heimasíðu Þyts innan tíðar. Skrifað af selma Flettingar í dag: 972 Gestir í dag: 18 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 930567 Samtals gestir: 88578 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 05:57:48 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is