LH hundsar fund fulltrúa 26 hestamannafélaga

Fulltrúar
hestamannafélaganna Geysi, Léttfeta, Sindra ogStíganda
áttu pantaðan
fund með Haraldi Þórarinssyni formanni Landssambands hestamannafélaga
(LH) föstudaginn 5. mars varðandi Landsmót hestamanna 2012. Ætluðu
fyrir hönd 26 hestamannafélaga að mótmæla hvernig staðið væri að
ákvörðun landsmótsstaðar 2012.
Samkvæmt heimildum Feykis.is afboðar Haraldur fundinn um miðnætti
fyrir fundardag á þeim forsendum að hann sé upptekinn og nái ekki að
boða stjórnarmenn til fundarins. En daginn eftir eða sama dag og
fundurinn átti að vera birtist frétt um að komið hafi verið á fundi
milli LH og Fáks þar sem undirritaður var samningur um Landsmót í
Reykjavík 2012.
-Við furðum okkur á vinnubrögðum formanns LH og teljum þau
ólýðræðisleg og ekki unnin af heilindum. Ljóst er að geysileg andstaða
ríkir meðal hestamanna um val á Reykjavík sem Landsmótsstað 2012, segir
í yfirlýsingu frá fulltrúahópnum.