09.03.2010 14:10Áríðandi tilkynning til keppenda í hestaíþróttumHÍDÍ hefur haldið tvö samræmingarnámskeið á undanförnum dögum. Ýmsar breytingar voru kynntar dómurum um áherslur í dómstörfum og túlkunaratriði á reglum sem notaðar hafa verið. Dómurum finnst áríðandi að þessar ábendingar skili sér til allra keppenda. Hjálagt fylgja helstu breytingarnar - en keppendur eru hvattir til að prenta út Leiðaran af heimasíðu LH www.lhhestar.is undir keppnismál - íþróttadómarar og kynna sér hann. Í skeiði inná hringvelli er meiri munur í einkunn fyrir heilan sprett eða hálfan. Hámarkseinkunn 2.0 en var 3.5 fyrir hálfan sprett. Ný skemamynd um dómgæslu á skeiði á hringvelli. Þar er rækilega undirstrikað að ekki skal ríða hesti á skeiði gegnum beygju og ef það er gert er refsað. Ef hestinum er rennt í skeiðið eða hann er lagður fyrir framan miðju skammhliðar er dregið frá 2.0 af einkunn. Hestur á ekki að vera á skeiði fyrr en hann getur farið í beinni línu inn í langhliðina. Eins og allir vita getur það skapað hættu á meiðslum ef hesti er riðið á skeiði gegnum beygju. Sé gult spjald gefið vegna grófrar reiðmennsku skal einkunn fyrir það atriði ekki vera hærra en 3.5. Dómarar eru hvattir til að verðlauna prúðar og fagmannlegar sýningar Gæðingaskeið: "HESTURINN SKAL VERA INNÍ TREKTINNI ÞEGAR HANN ER SETTUR Á STÖKK - HESTURINN SÉ EKKI SETTUR Á STÖKK FYRIR FRAMAN TREKTINA (UPPHAFSLÍNU) ÞÁ ER HÁMRKSEINKUNN 3.5" Ef spurningar vakna er ykkur heimilt að senda fyrirspurnir á HÍDÍ á: [email protected] Með bestu kveðjum Stjórn HÍDÍ Skrifað af selma Flettingar í dag: 972 Gestir í dag: 18 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 930567 Samtals gestir: 88578 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 05:57:48 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is