Þó svo það sé hlé á námskeiðahaldi hjá krökkunum í knapamerkjunum vegna kvefpestarinnar í hestunum okkar þá er æskulýðsnefnd búin að ákveða að halda uppskeruhátíðina á Þingeyrum sunnudaginn 13. júní og vonum auðvitað að allir hestar verði orðnir hressir þá
Þar sem engin var ferðin á Æskan og hesturinn á Sauðárkróki verðum við að gera langa og skemmtilega ferð í staðin og er því fyrirhugað að reka (á laugardegi) og eða flytja (á sunnudegi) hestana í Þingeyrar, ríða út á sunnudeginum, gera eitthvað skemmtilegt og grilla eitthvað gott.
Þetta verður allt auglýst betur þegar nær dregur en endilega takið daginn frá, pabbar og mömmur, afar og ömmur, frænkur og frændur og allir aðrir, gerum skemmtilegan dag með krökkunum okkar 13. júní á Þingeyrum því þar eru frábærar útreiðaleiðir og skemmtilegt að vera.