26.05.2010 23:02Félagsmót Neista og úrtaka fyrir LandsmótÞar sem hestapestin svonefnda virðist ekkert vera í rénum þá er félagsmóti Neista frestað um óákveðinn tíma. Stefnt er að þátttöku á Landsmóti hestamanna og verður úrtaka fyrir það væntanlega haldin með Vestur Húnvetningum. Þeir sem hyggja á að taka þátt í úrtökunni hafi sambandi við Val Vals í síma 8679785 eða Óla Magg í síma 8690705 svo hægt sé að sjá fjölda þeirra keppenda sem hug hafa á að taka þátt. Landssamband hestamannafélaga hefur boðað til formannafundur föstudaginn 28. maí. Þar eru formenn beðnir að taka stöðumat hjá sínu hestamannafélagi. Í framhaldi af þessum fundi verður ákörðun tekin um það hvort Landsmót verði haldið á réttum tíma. Því miður er þessi veiki miklu alvarlegri en í upphafi var haldið og virðist hún vera þrálát og erfið viðureignar. Eigendur hrossa eru hvattir til að fylgjast vel með hrossum sínum og fá upplýsingar hjá dýralæknum varðandi meðhöndlun ef þau veikjast. Stjórn Neista Skrifað af selma Flettingar í dag: 659 Gestir í dag: 17 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 930254 Samtals gestir: 88577 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 05:36:03 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is