11.06.2010 18:44Önnur uppskeruhátíðEkki náðist að klára öll próf í knapamerkjum fullorðinna í vor en þó svo að námskeiðum hafi ekki verið lokið þá ákváðu nemendur að halda uppskeruhátíð með leikjum og grilli í Reiðhöllinni. Ekki er hægt að ætlast til þess að allir komist þegar boðað er til samkomu með stuttum fyrirvara en góður hópur mætti til leiks miðvikudagskvöldið 9. júní. Farið var í þrautabraut og ratleik, voru heilmikil tilþrif og klöpp hjá hvoru liði fyrir sig og var þetta hin besta skemmtun, sjá myndaalbúm. Hjörtur formaður Neista grillaði síðan frábært kjöt frá SAH afurðum og átti þessi góði hópur notalega stund saman. Rúmlega 30 fullorðnir stunduðu nám í knapamerki 1 í vetur. Þeir sem áttu eftir að taka próf í vor munu taka þau í haust þegar allir verða við hestaheilsu. Vonandi verður hægt að bjóða uppá námskeið í knapamerki 2 næsta vetur og að þeir sem voru á námskeiðum í vetur sjái sér fært að koma á þau. Það væri frábært Nemendur úr knapamerkjum 1 ásamt kennurunum Söndru og Óla Magg og prófdómaranum Helgu Thor. Skrifað af selma Flettingar í dag: 659 Gestir í dag: 17 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 930254 Samtals gestir: 88577 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 05:36:03 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is