19.06.2010 10:0017. júníÞað var blíðskaparveður á Blönduósi 17. júní þegar hátíðarhöld fóru fram sem hestamannafélagið Neisti hafði umsjón með eins og undanfarin ár. Margt var í boði en dagurinn byrjaði á því að Hjörtur formaður og Sigurjón Guðmunds mættu eldsnemma á lyftara til að setja fánana upp og náðust af því myndir þar sem myndasmiður fór líka snemma á fætur ![]() ![]() Börnum var boðið á hestbak í Reiðhöllinni og var ágætis þátttaka. Gott var að sjá hesta aftur í Reiðhöllinni en þar hefur varla sést hestur síðan í lok apríl. ![]() "Forsetaskjóna" var treyst fyrir börnum undir styrkri stjórn Bjargar en hún sagði upp vöfflubakstri þar sem hún tapaði fyrir Óla syni sínum í fyrra og þau Maggi Ó., ásamt fleirum tóku að sér að teyma undir börnum þennan morguninn. Að venju var "blásið" í blöðrur og skrúðganga var farin frá SAH. Þar var andlitsmálun og ýmiss 17. júní varningur til sölu og var bara góð mæting og skemmtileg stemming á planinu. ![]() Á Bæjartorginu stjórnaði Gísli Geirsson dagskrá, Sr. Sveinbjörn Einarsson flutti hugvekju, Þórdís Erla Björnsdóttir var fjallkonan að þessu sinni, hátíðarræðuna flutti Bóthildur Halldórsdóttir og tónlistaratriði voru flutt af Dagmar og Sigurjóni annars vegar og þeim Höskuldi og Pálma hins vegar og síðan voru leikir fyrir börnin á Þríhyrnunni. Kaffi og vöfflubakstur var í
höndum Neistafélaga og þar stóðu Knapamerkjakonur ásamt fleiri konum sig stórkostlega eins og alltaf. Sýndar voru 3 kvikmyndir. Ein þeirra, Fákar og fólk, er heimildarmynd úr Laxárdalnum og Skrapatungurétt. Myndin var tekin haustið 2008 og sýnir hrossasmölun á Laxárdal og stóðréttir í Skrapatungurétt og fjallar um það ævintýri sem þessi viðburður er.
Í myndinni koma m.a. fram: Haukur Pálsson, Haukur Suska, Valgarður Hilmarsson, Ragnheiður Jónsdóttir og Jón Ingi Einarsson. Haukur Ásgeirsson, Benedikt Blöndal og Skarphéðinn Einarsson sömdu tónlistina en Örn Ingi framleiddi myndina. Hann fékk þetta frábæra fólk uppá svið fyrir sýningu og veitti þeim þakklætisvott fyrir góða og skemmtilega samvinnu.
(á myndina vantar Skarphéðinn). Fótboltaleikur ársins fór fram þetta kvöld en það var stórleikur Brunavarna A-Hún gegn
meistaraflokki Hvatar í knattspyrnu. Þar áttust við leikmenn meistaraflokks Hvatar í
knattspyrnu og liðsmenn Brunavarna A-Hún. Fjöldi manns kom til að
fylgjast með leiknum en óhætt er að segja að leikurinn hafi verið hin
besta skemmtan frá upphafi til enda og líka í framlengingunni. ![]() Um kvöldið var fjölskyldudiskótek sem Sindri Guðmundsson hafði umsjón með. Stjórn Neista þakkar
öllum kærlega fyrir hjálpina, án ykkar væri þetta ekki framkvæmanlegt. Einning þökkum við þeim sem styrktu okkur á einn eða annan hátt kærlega fyrir og öllum sem komu á hátíðahöldin
og
í kaffið kærlega fyrir komuna. Myndir eru komnar í myndaalbúm, teknar af Höskuldi og Selmu. Takk fyrir þær. Skrifað af selma Flettingar í dag: 659 Gestir í dag: 17 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 930254 Samtals gestir: 88577 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 05:36:03 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is