23.06.2010 19:59Fákar og fólk
Kvikmyndin Fákar og fólk sem frumsýnd var 17. júní í Félagsheimilinu á Blönduósi er til sölu á DVD diski hjá Selmu í síma 661 9961 eða Valgarði í síma 893 2059. Myndin var tekin haustið 2008. Sýnir hún hrossasmölun á Laxárdal og stóðréttir í Skrapatungurétt og fjallar um það ævintýri sem þessi viðburður er.
Í myndinni koma fram margir húnvetnskir áhugamenn um hestamennsku og ferðamál ásamt fjölda ferðamanna sem voru þátttakendur í ævintýrinu þetta haustið. Má ætla að á þriðja hundrað manns hafi verið á hestbaki þennan dag. Þarna má sjá stóðhrossin koma úr sumarhögunum á Laxárdalnum frjálsleg í fasi og náttúran skartar sínu fegursta í haustlitunum.
Örn Ingi sá um kvikmyndun og tæknivinnu. Önnur myndataka var í höndum Jóns Inga Einarsson og Alfreðs Möller. Útgefandi er Arnarauga/Örn Ingi. Tónlistin í myndinni er eftir Húnvetningana Benedikt Blöndal Lárusson, Hauk Ásgeirsson og Skarphéðinn Einarsson.
Skrifað af selma Flettingar í dag: 659 Gestir í dag: 17 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 930254 Samtals gestir: 88577 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 05:36:03 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is