27.11.2010 10:02ReiðhöllinÞann 1. nóvember hófst nýtt tímabil hjá notendum reiðhallarinar og eru allir hvattir til að nýta sér höllina eins og kostur er. Raggi og Sandra eru áfram leigjendur í höllinni og er fyrirkomulagið með svipuðu sniði og verið hefur þ.e. þau hafa höllina alveg út af fyrir sig til kl. 13:00 en þá hefst almennur tími fyrir þá sem eru í Vilja. Þeim Ragga og Söndru er þó heimil notkun eftir hádegi ef fátt er í höllinni og að höfðu góðu samráði við aðra. Við ætlum að muna að hirða upp skítinn eftir hestana okkar og hafa hurðir lokaðar svo við missum ekki þann lága hita sem í höllinni er út í buskann. Við sýnum hvert öðru tillitsemi og slökkvum ljósið ef við teljum að við séum síðust út úr höllinni. Ef eitthvað er sem þarf að ræða eða benda á sem betur má fara skal tala um það við Rúnar (6953363) eða Þórð (8983243) sem hafa umsjón með höllinni. Einnig þarf að hafa samband við þá ef áhugi er að leiga aðstöðina í höllinni, reiðsal eða kaffistofu. Í stjórn Reiðhallarinnar Arnargerðis ehf. eru þeir Guðmundur Sigfússon, Jón Gíslason og Magnús Jósefsson og má einnig snúa sér til þeirra. Þeir sem eiga eftir að greiða árgjald í Vilja vinsamlegast greiðið það sem fyrst en reikningurinn er 307-26-106506, kt. 650699-2979. Gjaldið er 14.000 kr. Skrifað af selma Flettingar í dag: 972 Gestir í dag: 18 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 930567 Samtals gestir: 88578 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 05:57:48 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is