13.02.2011 19:41Æskan = gaman samanÞað var aldeilis gaman hjá krökkunum í dag þegar þau komu saman og kepptu í tölti í Reiðhöllinni. Þau voru ekki há í loftinu þau 2 yngstu í pollaflokknum en það er langbest að byrja bara sem fyrst að æfa sig ![]() Hér eru þau sem tóku þátt í pollaflokknum en þau fengu öll að sjálfsögðu verðlaun fyrir hvað þau eru dugleg ![]() ![]() Hlíðar, Einar, Ásdís, Sunna Margrét, Bjartmar Inga Rós með aðstoðmönnum sínum. Það var líka gaman hjá þeim sem tóku þátt í barnaflokknum og stóðu þau sig öll mjög vel. ![]() Úrslit í barnaflokki: 1. Ásdís Brynja Jónsdóttir og Ör 2. Lilja María Suska og Þruma 3. Sigurður Bjarni Aadnegard og Þokki 4. Sólrún Tinna Grímsdóttir og Perla 5. Sigríður Þorkelsdóttir og Hnakkur 6. Lara Margrét Jónsdóttir og Frú Í unglingaflokki gekk allt glimrandi vel líka enda nokkuð vanir unglingar þar á ferð. ![]() Úrslit urðu þessi í unglingaflokki 1. Sigurgeir Njáll Bergþórsson og Hátíð 2. Haukur Marian Suska og Tinna 3. Hanna Ægisdóttir og Skeifa 4. Stefán Logi Grímsson og Gyðja 5. Hákon Ari Grímsson og Hnakkur 6. Friðrún Fanný Guðmundsdóttir og Fantur Eftir keppnina bauð æskulýðsnefndin uppá kökur og kaffi og það var mjög gott að setjast niður með kaffibolla og djús. Að sjálfsögðu voru þeir báðir mættir Magnús Ólafsson eldri og Magnús Ólafsson yngri. Flottir kallarnir. ![]() Krakkarnir höfðu samt ekki fengið nóg og fóru í fótbolta niður í reiðhöll ![]() Mjög vel heppnaður dagur og skemmtilegur ![]() Myndir komnar í myndaalbúm. Skrifað af selma Flettingar í dag: 972 Gestir í dag: 18 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 930567 Samtals gestir: 88578 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 05:57:48 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is