
Lokamót Sparisjóðs-liðakeppninnar er tölt. Keppt verður í 1. 2. 3. og
unglingaflokki. Mótið verður haldið í Þytsheimum Hvammstanga föstudaginn
8. apríl nk. Það verða tveir inn á í einu og verður stjórnað af
þul. Prógrammið er hægt tölt, hraðabreytingar og fegurðartölt og verður
ekki snúið við.
Skráning sendist á email
[email protected] og
lokaskráningardagur er þriðjudagurinn 5. apríl. Fram þarf að koma
kennitala knapa, flokkur, IS númer hests og í hvaða liði keppandinn er.
Einnig þarf að koma fram upp á hvaða hönd skal riðið.
Skráningargjald
er 2.000.- fyrir fullorðna en 1.000 fyrir unglinga 17 ára og yngri.
Skráningargjöld verður að greiða inn á reikning 1105-15-200343 kt.
550180-0499 áður en mót hefst.
Aðgangseyrir er 1.000.- og frítt fyrir 12 ára og yngri.
Mótanefnd