30.04.2011 23:47Það er svo gaman samanÆskulýðssýning Neista var í dag og tóku um 30 börn, á öllum aldri, þátt í henni. Fyrst var örðuvísi þrautabraut þar sem "mið"krakkarnir gerðu ýmsar þrautir og fórst það vel úr hendi. Í þessum hópi voru krakkar sem hafa verið í knapamerki 1 í vetur og þau sem hafa verið lengi á námskeiðum en hafa ekki aldur til að vera í knapamerki 1. Kennarar í vetur eru þær Barbara Dittmar, Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir, Petronella Hannula og Hafdís Arnardóttir. Gaman var að sjá hve liðlega þau gerðu þrautirnar en mínusstig voru gefin fyrir ef eitthvað mistókst og það fór nú allavega. Ekki kannski alveg farið eftir því sem þau hafa lært í knapamerki 1, t.d. við að fara af og á baki, en alltaf gaman að sjá eitthvað nýtt. ![]() Prinsessurnar 2 voru svoooo sætar og duglegar og hlupu mömmurnar nokkra hringi með þær í höllinni á meðan prinsessurnar gerðu ýmsar jafnvægisæfingar. Petronella Hannula hefur kennt þeim í vetur og það hefur alltaf verið rosalega mikið gaman hjá þeim. ![]() Síðan komu "yngri" krakkarnir en það eru þau sem hafa verið 1-3 vetur á reiðnámskeiðum og gaman að sjá hvað þeim hefur farið fram í vetur. Þau fóru þrautabraut þar sem þarf að sýna mjúkan leiðandi taum og stoppa og fara yfir smá hindrun. Aldeilis flott hjá þeim og hún Petronella hefur gert mjög gott starf þar í vetur. ![]() Elstu krakkarnir, úr knapamerki 2 og 3 voru svo með flotta mynsturreið sem tókst frábærlega vel, rosafottir krakkar. Kennarar í vetur eru Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir, Barbara Dittmar og Hafdís Arnardóttir. ![]() Í lokin fóru þeir sem vildu hindrunarstökk, alltaf gaman að sjá hve dugleg þau eru í öllu sem þau taka sér fyrir hendur. ![]() Það er virkilega gaman að sjá hvað krökkunum fer fram á hverjum vetri og verða betri og betri reiðmenn. Við megum vera stolt af þessum krökkum og hversu mikið og gott starf er unnið á hverjum vetri í æskulýðsstarfi hjá hestamannafélaginu og hvað við höfum verið heppin með frábæra kennara. Takk takk fyrir frábært starf. Eftir sýninguna var kaffi og "með því" og var fjölmenni, gott og gaman að geta átt notalega stund saman eftir svona skemmtilega sýningu. ![]() Æskulýðsnefndin þakkar öllum þeim sem að þessari sýningu kom á einn eða annan hátt fyrir, án ykkar hefði þessi sýning ekki orðið að veruleika. Gaman að geta átt frábæran og eftirminnilegan dag og fengið að njóta þess að horfa á frábæra krakka á frábærri sýningu. Takk fyrir öll. Myndir eru komnar inn í myndaalbúm. Skrifað af selma Flettingar í dag: 659 Gestir í dag: 17 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 930254 Samtals gestir: 88577 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 05:36:03 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is