07.05.2011 22:42Æskan og hesturinnFrábær dagur á Sauðárkróki að baki þar sem Æskan og hesturinn fór fram á tveim sýningum í dag 7. maí. Mætt var á æfingu stundvíslega kl. 10 í morgun en það þurfti aðeins að pússa saman atriðin fyrir svolítið stærri reiðhöll en við höfum hér og erum vön. Það var ekki lengi gert, ótrúlega flott og fljót að ná þessu krakkarnir en þau voru með sömu atiðin og þau voru með á Æskulýðssýningunni sl. helgi. Krakkar úr 8 hesta hestamannafélögum tóku þátt í þessari sýningu og það er alveg ótrúlegt hvað fólk hefur endalausar hugmyndir í gerð atriða. Virkilega skemmtileg sýning í alla staði og heppnaðist mjög vel. Sýningin hjá krökkunum okkar tókst frábærlega vel og stóðu þau sig með stakri prýði og megum við öll vera stolt og glöð með að eiga svona flotta krakka. Takk takk fyrir frábæra sýningu og frábæran dag ![]() ![]() ![]() Þau Hrafnhildur, Sigurgeir og Hákon voru í fánareið og tóku sig vel út í góða veðrinu. ![]() Sniðug þau Rúnar og Ranna að taka bara fellihýsið með þar sem þau komu hestunum á Óla A sem var hvort eð er að fara með kerru. Þarna var gott að setjast niður og fá sér kaffi og sóla sig. ![]() Það voru veittar viðurkenningar fyrir stigahæstu knapana úr grunnskólamótunum en í 4.-7 bekk var Sigurður Bjarni Aadnegard, Blönduskóla stigahæstur ásamt Ásdísi Ósk Varmahlíðarskóla og Haukur Suska, Húnavallaskóla í 8.-10. bekk. Til hamingju með það. Hér eru stigahæstu knapar en á myndina vantar Hauk. ![]() Hér er þessi flotti hópur sem átti frábæran dag saman. ![]() á myndina vantar Hörpu Hrönn Myndir eru komnar í myndaalbúm. Skrifað af selma Flettingar í dag: 2362 Gestir í dag: 54 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 931957 Samtals gestir: 88614 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 15:09:59 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: heneisti@gmail.comAfmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is