18.06.2011 09:5617. júníEins og undanfarin ár hafði hestamannafélagið Neisti umsjón með 17. júní hátíðarhöldunum á Blönduósi en það viðraði ekki beint vel á hátíðargesti svo hluti af dagskránni var flutt inn í bíósalinn í félagsheimilinu. Dagskráin var með hefðbundnum hætti, börnum boðið á hestbak uppí reiðhöll. ![]() Dorgveiðikeppni var út á bryggju þar sem Beggi Páls réði ríkjum. Það veiddist einn fiskur .... ![]() Angela "blés" í blöðrur eins og fyrri ár.... ![]() ![]() ![]() og skrúðganga var frá SAH afurðum að Bæjartorgi þar sem hátíðardagskrá fór fram, þ.e. hluti hennar inni þar sem hellirigndi þegar skrúðganga byrjaði. Erla Hrönn Harðardóttir var fjallkonan í ár. ![]() Þar sem ekki náðist að koma öllum græjunum inn með svo skömmum tíma varð hljómsveitin, Svanur, Gutti, Aggi og Anna Sigga að spila úti en þau fluttu nokkur skemmtileg lög. ![]() Og eins og alltaf kom frábært fólk í eldhúsið. Jón Árni tór sig vel út við vöffludeigið og Áslaug að baka það ![]() ![]() Magnús Ólafsson bauð uppá útsýnisflug og fór hann margar ferðir um loftin blá. Stjórn Neista
þakkar
öllum kærlega fyrir hjálpina, án ykkar væri þetta ekki framkvæmanlegt.
Einning þökkum við þeim sem styrktu okkur á einn eða annan hátt kærlega
fyrir og öllum sem komu á hátíðahöldin
og
í kaffið kærlega fyrir komuna. Skrifað af selma Flettingar í dag: 972 Gestir í dag: 18 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 930567 Samtals gestir: 88578 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 05:57:48 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is