Stemming er hjá krökkunum fyrir Landsmóti sem byrjar á sunnudaginn með forkeppni í unglingaflokki og síðan baranaflokki. Í kvöld örkuðu þau ásamt foreldri og Óla Magg, sem er endalaust tilbúinn að snúast í kringum þau, á Vindheimamela að æfa fyrir keppnina. Virkilega skemmtileg ferð og gott fyrir þau að prófa annan völl en þann sem þau eru vön á Blönduósi. Á Landsmót fyrir Neista fara:
Lilja Maria og Hamur, Agnar og Njörður, Sigurður Bjarni og Þokki, Sigurgeir Njáll og Hátíð og Haukur Marian og Viðar. Óli er með þeim á myndinni.
Í B-flokk fara Óli og Gáski og Raggi og Stikla en í A-flokk fara Óli og Ódeseifur og Raggi og Maur en þessir kappar þurfa nú lítið að æfa sig.
Afskaplega fallegt veður var á Melunum en kalt. Vonandi fer að hlýna.