03.07.2011 17:27LandsmótiðÞá er frábæru Landsmóti lokið þar sem Neistafélagar tóku þátt í hinum ýmsu viðburðum og/eða störfum og stóðu sig frábærlega. Gáski og Óli voru glæsilegir fulltrúar Neista að vanda og enduðu í 11 sæti í B-flokki með einkunina 8,59. Til hamingju með það. Óli og Gáski í góðri sveiflu Á fimmtudagskvöldið í frábæru veðri var setningarathöfnin og hópreið hestamannafélaganna. Okkar fólk tók að sjálfsögðu þátt í því en 11 flottir félagar mættu til leiks og voru stoltir Neistafélagar sem sátu í brekkunni og horfðu á. Við setningarathöfnina voru einnig 18 fánar aðildarfélaga FEIF dregnir að hún og var Friðrún Fanný Guðmundsdóttir ein ungmenna sem voru fengin til að draga upp fána. Takk fyrir frábæra þátttöku. ![]() Sigurgeir fánaberi, Agnar, Haukur, Harpa, Leon, Elín, Lilja, Ásdís, Lara, Magnús og Höskuldur Margir félagar unnu hin ýmsu störf á Landsmóti. Formaðurinn sjálfur, Hjörtur Karl Einarsson, var þar á aðra viku að skipuleggja og vinna og Valur Valsson var einn af dómurum í allri gæðingakeppninni. Þökkum við öllum þeim sem að þessu móti kom á einn eða annan hátt fyrir gott starf og frábæra skemmtun. Hér má sjá myndbrot af Neistafélögum í hópreiðinni (á ca 3.35 mín) og einnig má sjá hér annað myndbrot af setningarathöfninni sem var glæsileg í alla staði. Skrifað af selma Flettingar í dag: 972 Gestir í dag: 18 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 930567 Samtals gestir: 88578 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 05:57:48 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is