04.07.2011 19:43Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna 2011
Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna 2011
fer fram á Mánagrund, félagssvæði hestamannafélagsins Mána dagana
21.-24.júlí. Skráning hefst 4.júlí og fer fram í gegnum tölvupóst og
skal senda skráningu á [email protected] Skráningargjald er kr. 4.500 á hverja skráningu og greiðist við skráningu. Síðasti skráningardagur er 12.júlí. Hægt verður að hringja inn skráningar þriðjudagskvöldið 12.júlí milli 19-22. Símanúmer verða birt síðar. Koma þarf fram: Nafn og kennitala knapa, auk símanúmers. IS númer hests, keppnisgrein og uppá hvora hönd viðkomandi hyggst keppa. Kreditkortanúmer og gildistími. Einnig er hægt er að leggja inn á reikning Mána 0121-26-3873 kt.690672-0229. Staðfestingu á greiðslu verður að senda á sama netfang og skráningar, mikilvægt er að setja í skýringu kennitölu knapa. Keppt verður í eftirfarandi greinum: Töltkeppni barna-, unglinga- og ungmennaflokkur Fjórgangur barna-, unglinga- og ungmennaflokkur Fimmgangur unglinga- og ungmennaflokkur Gæðingaskeið unglinga- og ungmennaflokkur Skeið 100m (flugskeið) unglinga og ungmenna Fimikeppni A barna- og unglingaflokkur Fimikeppni A2 ungmennaflokkur Töltkeppni T4 unglinga og ungmenna Mótsstjóri er Sigurður Kolbeinsson s. 869-3530 Umsjónarmaður hesthúsplássa er Bjarni Stefánsson s.866-0054. Tjaldsvæði eru við gistiheilmilið Alex http://www.alex.is/forsida.asp þar er einnig hægt að leigja litla kofa. Auk þess er tjaldsvæði á Garðskaga http://www.sv-gardur.is/Ferdathonusta/Tjaldstaedi/ Verið velkomin. Hlökkum til að sjá ykkur. Mótanefnd Mána Skrifað af selma Flettingar í dag: 972 Gestir í dag: 18 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 930567 Samtals gestir: 88578 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 05:57:48 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is