31.10.2011 09:59Lífið í ArnargerðiÞað er töluvert líf í hesthúshverfinu Arnargerði en knapamerkjanámskeiðin eru farin af stað með bóklegum námskeiðum og nokkrir eru búnir að taka inn. Dyttað er að hesthúsum og hafa þessi tvö fengið andlitslyftingu í haust. Þau Víðir Kristjánsson og Ragnhildur Haraldsdóttir hafa tekið hesthúsið við Reiðhöllina í Arnargerði á leigu og verða með starfsemi sína, tamningar og þjálfun, þar í vetur. Víðir var á fullu við tamningar þegar fréttaritari leit þar við í vikunni, en þau eru aðallega með tryppi í frumtamningum. Þau taka keppnishrossin inn síðar en Víðir er greinilega eitthvað að þjálfa fyrir veturinn því hann segir á facebook síðu sinni um daginn: "Vann tölt og fjórgang í reiðhöllinni í dag með yfirburðum, því miður gleymdist að auglýsa mótið en góð stemming meðal keppenda engu að síður, stefni á gull og silfur í fimmgang sem hefst stundvíslega kl. 09.17 í fyrramálið...." Víðir og aðstoðarkona hans með skjóttan úr Skagafirði..... og þessi er frá Sauðanesi undan Tý frá Skeiðháholti. Ragga var að gera hryssuna sína, Höttu sem er undan Ægi frá Móbergi og er á 6. vetur, klára fyrir útreiðartúrinn. Bjóðum Víði og Röggu velkomin í hverfið og þeim Ragga og Söndru sem leigðu hesthúsið sl. 2 ár til hamingju með nýtt heimili í Eyjafirði en þau keyptu Hléskóga, rétt hjá Grenivík og fluttu þangað fyrir stuttu. Innilega til hamingju með það og bestu óskir um velfarnað á nýjum stað. Skrifað af selma Flettingar í dag: 659 Gestir í dag: 17 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 930254 Samtals gestir: 88577 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 05:36:03 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is