29.11.2011 20:25

Verslunin Hestar og menn í Húnaveri


Haldinn verður markaður í Húnaveri næstkomandi laugardag, 3. desember, milli klukkan 13 og 17. Í boði verður fatnaður, hestavörur, ýmis handverk, brauð og kökur, bæði notað og nýtt. Kvenfélag Bólstaðarhlíðarhrepps verður með kaffi og með því á staðnum á góðu verði.

Á markaðnum verður ýmislegt á boðstólum, t.d. vörur frá fyrirtækjunum Hestum og mönnum, Töfrakonum, Sveitabakaríi, Silfur-Hlöðunni og glerlistakonan Anna Gunnarsdóttir verður með vörur sínar til sölu, ásamt mörgum öðrum söluaðilum.

Eitthvað fyrir alla og í jólagjafir. Allflestir söluaðilar taka ekki kort.


Flettingar í dag: 972
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 2989
Gestir í gær: 102
Samtals flettingar: 930567
Samtals gestir: 88578
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 05:57:48

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere