05.02.2012 17:18Flottir krakkarÞað er alltaf gaman að koma saman og svo var í dag þegar krakkarnir komu og kepptu í tölti í Reiðhöllinni. Hér eru þau sem tóku þátt í pollaflokknum en þau fengu öll verðlaun, að sjálfsögðu, fyrir hvað þau eru flott og dugleg ![]() Bjartmar, Hlíðar, Olga og Einar. Það voru líka flottir krakkar sem tóku þátt í barnaflokknum og þau stóðu sig öll mjög vel, en eins og gengur komust bara 5 í úrslit. Úrslit í barnaflokki: 1. Sigurður Bjarni og Þokki 2. Sólrún Tinna og Gjá 3. Ásdís Freyja og Gráni 4. Magnea Rut og Sigyn 5. Ásdís Brynja og Ör Í unglingaflokki gekk líka allt glimrandi vel enda nokkuð vanir unglingar þar á ferð, þau voru reyndar bara 3 í dag. Úrslit í unglingaflokki: 1. Sigurgeir Njáll og Hátíð 2 Friðrún Fanný og Demantur 3. Hákon Ari og Gleði Eftir keppnina bauð æskulýðsnefndin uppá kaffi og kökur. Það var mjög vel sótt enda gott að setjast niður með kaffibolla/djús og fullt af kökum eftir skemmtilega og flotta keppni. Mjög vel heppnaður og skemmtilegur dagur. Takk allir ![]() Höskuldur tók myndir og setur þær inn í myndaalbúm. Skrifað af selma Flettingar í dag: 1327 Gestir í dag: 22 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 930922 Samtals gestir: 88582 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 06:18:56 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is