
Árleg karlareið á Svínavatni verður laugardaginn 10. mars.
Mæting er við Dalsmynni kl. 14:00.
Riðinn verður hringur á vatninu.
Að ferðinni lokinni verður haldið í Reiðhöllina
þar sem grillað verður, sungið og spaugað.
Verð er kr. 2.000 og er miðað við það
að menn sjái að mestu um drykki sína sjálfir.
Skráning í ferðina er á [email protected]
eða hjá Magnúsi í síma 8973486 eða Herði í 8940081.
Ekki seinna en á miðvikudagskvöld.
Nefndin.