Þar sem veðurspáin er frábær um helgina ætlum við að halda
Vetrarleika Neista
á Svínavatni laugardaginn 24. mars kl. 13.00

Skráning er á netfang Neista [email protected] fyrir kl. 12.00 á hádegi föstudaginn 23. mars.
Keppt verður í tölti í opnum flokki, áhugamannaflokki, unglingaflokki og barnaflokki.
Fram þarf að koma; knapi og hestur.
Einnig verður bæjakeppni, með firmakeppnisfyrirkomulagi þ.e. riðnar 4 ferðir með frjálsri aðferð. Engin skráningargjöld.
Skráningargjald fyrir tölt er kr. 1.000 fyrir fyrstu skráningu og 500 krónur eftir það. Skráningargjald fyrir unglinga er 500 fyrir hverja skráningu.
Skráningargjöld þarf að greiða áður en mót hefst inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139.
