27.03.2012 21:15Hestamenn athugið !Dagana 2. - 7. apríl mun Anja Madsen frá Danmörku koma og hitta íslenska hestamenn, bæði frístunda hestamenn og atvinnumenn. Anja hefur verið með íslenska hesta í Danmörku síðastliðin 10 ár og hefur með mjög góðum árangri notað Aloe Vera vörur frá Forever í hesthúsunum og langar hana að deila þeirri reynslu með okkur. Í dag er Anja með 15 hesta á húsi og hefur á síðustu árum alið upp og selt nokkra hesta frá sér auk þess sem hún hefur sótt hesta hingað til lands. Anja hefur reynslu af mörgum algengustu vandamálunum sem fylgja því að vera með hesta, svo sem múkk, sár, sólbruna, maga og meltingarvandamál. Frábært tækifæri fyrir alla áhugamenn um hesta til að fræðast um hvernig hægt er að nota náttúrulegar aloe vera vörur í daglegri umönnun hestanna og til að leysa ýmis vandamál sem upp kunna að koma. Allir velkomnir! Aðgangseyrir aðeins 500 kr. 2. apríl Hlíðarsmára 17, Kópavogi kl: 20:00 3. apríl í Hlíðskjálf, félagsheimili hestamanna á Selfossi kl: 20:00 4.apríl Hlíðarsmára 17, Kópavogi kl: 20:00 takmarkaður sætafjöldi Einungis fyrir dreifingaraðila. 5. apríl Reiðhöllin á Blönduósi kl: 20:30 6. apríl Mývatnssveit og Húsavík, nánar auglýst þegar nær dregur. 7. apríl Akureyri og nágrenni, nánar auglýst þegar nær dregur. Skrifað af selma Flettingar í dag: 1327 Gestir í dag: 22 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 930922 Samtals gestir: 88582 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 06:18:56 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is