31.03.2012 11:53USAH 100 ára - hátíðardagskrá í dagÍ tilefni af 100 ára afmæli Ungmennasambands Austur-Húnvetninga, verður hátíðardagskrá í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi í dag, laugardaginn 31. mars klukkan 14:00-16:30. Stjórn USAH vonast til þess að sjá unga sem aldna samgleðjast USAH á þessum merku tímamótum. Allir hjartanlega velkomnir. Meðal dagskrárliða má nefna: · Myndasýning úr starfi USAH í 100 ár. · Myndir frá myndasamkeppni 3.-6. bekkjar til sýnis - verðlaun veitt fyrir bestu myndirnar. · Ljóðin í ljóðasamkeppni 7.-10. bekkjar til sýnis - verðlaun veitt fyrir bestu ljóðin. · Afmælisterta í tilefni dagsins. · Aðildarfélögin með kynningu á starfsemi sinni og má þar m.a. nefna: o Frjálsíþróttamót þar sem börn úr sýslunni etja kappi. o Golfkynning. o Knattspyrnukeppni á sparkvellinum. o Skothittni í íþróttahúsinu. o Keppni í að halda bolta á lofti á sparkvellinum. o Skotfélagið Markviss með sýningu á munum. o Sunddeild Hvatar með kynningu í sundlauginni. o Kynning á starfssemi skíðadeildar Fram. o Hestamannafélagið Neisti með kynningu í reiðhöllinni frá kl. 16:30-17:30. o O.fl. · Húnavökuritin frá upphafi til sýnis. · Fjöltefli í skák. · Klifurveggurinn opinn fyrir gesti. · Júdókynning. · Og margt fleira skemmtilegt.Skrifað af selma Flettingar í dag: 972 Gestir í dag: 18 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 930567 Samtals gestir: 88578 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 05:57:48 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is