01.05.2012 20:30Skemmtileg æskulýðssýningÞað var gaman á sýningunni hjá krökkunum í dag en um 30 börn á öllum aldri tóku þátt í henni. Flest hafa þau verið á námskeiðum hjá hestamannafélaginu í vetur. Kennarar í vetur voru Barbara Dittmar, Hafdís Arnardóttir og Ragnhildur Haraldsdóttir. Fyrst var þrautabraut en flest þessara krakka hafa keppt í þrautabraut og er þetta því nokkuð liðlegt hjá þeim og skemmtileg. Þau voru svo mörg að það varð að taka 2 myndir af hópnum .... ![]() Theodóra, Una, Þórdís, Hlíðar og Bjartmar...... Jenný, Ásdís Brynja, Lara, Iðunn, Lilja og Ingibjörg Prinsessurnar alltaf jafn sætar og duglegar og þeim leiðist nú ekki þegar foreldrarnir hlaupa með þær nokkra hringi í höllinni. Alltaf mikið gaman hjá þeim. ![]() Salka Kristín, Inga Rós, Dögun og Sunna Margrét. Þessi flottu ungmenni, Fimm fræknu, sýndu okkur gangtegundir, krossgang og framfótasnúning, virkilega gaman og flott hjá þeim enda öll búin með knapamerki 3. ![]() Haukur Marian, Hákon Ari, Sigurgeir Njáll, Hrafnhildur og Friðrún Fanný. Blátt/rautt gerðu flotta mynsturreið sem Barbara Dittmar útfærði. Þau voru að gera þetta í fyrsta skiptið og hafa verið að æfa þetta uppá síðkastið. Sum þeirra hafa ekki verið á námskeiði í Reiðhöllinni fyrr en í vetur svo margt nýtt en þau gerðu þetta með glæsibrag. ![]() Íris, Ásdís, Guðbjörg, Alma, Sóley, Helga María, Tanja og Hreinn. Sigurður Bjarni, Sigurgeir Njáll, Lilja María og Haukur Marian fengu öll viðurkenningu fyrir framför og góðan árangur í reiðmennsku á árinu 2011. Þau fóru fyrir hönd Neista á Landsmótið á Vinheimamelum og stóðu sig með prýði, einnig tóku þau þátt í mörgum mótum á sl. ári og stóðu sig afar vel í alla staði. Til hamingju með þetta. ![]() Með allt á hreinu hét hópurinn sem fór flotta mynsturreið hannaða af Barböru Dittmar. Aldeilis skemmtileg og flott hjá þeim og þau ótrúlega fljót að ná þessu þó það hafi ekki verið margar æfingarnar hjá þeim en greinilega vanir knapar þar á ferð sem hafa gert þetta áður. Virkilega gaman. ![]() Friðrún, Sigurgeir, Hrafnhildur, Magnea, Sigurður, Hákon, Harpa Hrönn og Sólrún. Það er gaman að sjá hvað krökkunum fer fram á hverjum vetri og verða betri og betri reiðmenn. Við megum vera stolt af þessum krökkum og hversu mikið og gott starf er unnið á hverjum vetri í æskulýðsstarfi hjá hestamannafélaginu. Takk takk fyrir frábæra sýningu og skemmtileg samstarf í vetur. Eftir sýninguna var kaffi og "með því" og var fjölmenni, gott og gaman að geta átt notalega stund saman eftir svona skemmtilega sýningu. ![]() ![]() Magnús Ólafsson, Magnús Ólafsson yngri og Ólafur Magnússon Æskulýðsnefndin þakkar öllum þeim sem að þessari sýningu kom á einn eða annan hátt fyrir, án ykkar hefði þessi sýning ekki orðið að veruleika. Gaman að geta átt frábæran og eftirminnilegan dag og fengið að njóta þess að horfa á frábæra krakka á frábærri sýningu. Takk fyrir öll. Skrifað af selma Flettingar í dag: 972 Gestir í dag: 18 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 930567 Samtals gestir: 88578 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 05:57:48 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is