Þær voru hressar konurnar 40 sem mættu við Reiðhöllina um miðjan dag í dag til að gera sér glaðan dag á hestbaki. Þær Gulla, Eva, Edda og Guðrún áttu veg og vanda að skiplagningu ferðarinnar og fórst þeim það vel úr hendi. Gulla hjá Hestaleigunni Galsa var búin að taka reiðleiðina út og var hún fararstjóri í ferðinni. Eva og Gulla
Farin var stór og góður hringur með mörgum stoppum .....
og endað í Reiðhöllinni í grilli sem strákarnir Guðmundur, Guðmundur og Jón Ragnar sáu um.