10.06.2012 23:12

Félagsmót Neista og úrtaka fyrir Landsmót


Félagsmót Neista og

úrtaka fyrir Landsmót

verður haldið á Blönduósvelli
laugardaginn 16. júní  kl. 10.00.


Neisti á rétt á að senda 2 hesta til keppni á Landsmót í hverjum flokki (ekki pollaflokkur).  Einkunnir úr forkeppni gilda til þátttöku á Landsmóti.

Keppt verður í tölti opinn flokkur, A og B flokki gæðinga, flokki polla, barna, unglinga og ungmenna.  Einnig verður keppt í 100 m skeiði.
Ef ekki er næg þátttaka í einhverri keppnisgrein áskilur mótanefnd sér rétt til að fella niður þá grein. 

Skráningar á mótið skulu berast á netfangið
[email protected] fyrir kl. 21.00 þriðjudagskvöldið 12. júní.

Skráningargjöld verða 2.000 kr fyrir fyrstu skráningu, 1.500 fyrir aðra skráningu og 1.000 kr eftir það. Börn og unglingar borga 800 kr.

Við skráningu þarf að koma fram IS-númer hests, kennitala knapa og keppnisgrein.

Skráningargjald  leggist inn á reikningsnúmer 0307-26-055624, kt. 480269-7139  sama dag og skráð er og þar þarf að koma fram fyrir hvaða hesta er verið að borga og senda kvittun á áðurnefnt netfang.  

Ath.
Þar sem dómarar eru ekki allir íþróttadómarar er töltkeppnin ekki lögleg til stigasöfnunar til Landsmóts.

Flettingar í dag: 972
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 2989
Gestir í gær: 102
Samtals flettingar: 930567
Samtals gestir: 88578
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 05:57:48

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere