01.07.2012 23:00Frábær árangur hjá fulltrúum Neista á LandsmótiGlæsilegu Landsmóti er lokið þar sem fulltrúar Neista stóðu sig frábærlega. Neisti sendi 8 fulltrúa og 4 komust í milliriðla, 2 af þeim komust í B-úrslit og 1 í A-úrslit. Aðrir stóðu sig frábærlega vel. Glæsilegur árangur hjá öllum, til hamingju með frábæra frammistöðu. Freyðir frá Leysingastöðum II og Ísólfur Líndal Þórisson kepptu í B-flokki. Þeir komust strax í A-úrslit úr milliriðlum, urðu þar í 5. sæti með einkunina 8.63. Þeir kepptu í A-úrslitum í dag og urðu í 6. sæti með einkunnirnar 8,58 - 8,68 - 8,82 - 8,70 - 8,74 - 8,68 = 8,70. Eigandi Freyðis er Hreinn Magnússon. Í milliriðli fengu þeir einkunina 8,56 og 10. sætið. Þeir hefðu þurft að fá 8,60 til að komast beint í A-úrslitin en keppnin var mikil og spennandi og lítill munur á frábærum hestum. Á föstudag kepptu þeir í B-úrslitum og urðu aftur í 10. sæti með einkunnirnar 8,42- 8,78 - 8,76 - 8,74 - 8,56= 8,65. Það munaði einungis 6 kommum á þeim og efsta hesti í B-úrslitum, mjög jafnir og flottir hestar. Þeir félagarnir kepptu einnig í tölti og urðu í 15. sæti í forkeppninni með einkunina 7,43. Eigandi Gáska er Magnús Ólafsson. Ásdís Brynja Jónsdóttir og Prímus frá Brekkukoti kepptu í B-úrslitum í barnaflokki á föstudag og urðu þau í 12. sæti með einkunina 8,43 (var í 11.-12. sæti, hlutkesti og Ásdís lenti í 12). Eigandi Prímusar eru Pétur Snær Sæmundsson og Magnús Ágústsson. Sigurður Bjarni Aadnegard komst í milliriðla í barnaflokki en Prinsessa varð fyrir óhappi fyrir keppnina í milliriðli og gat því miður ekki keppt. Eigandi Prinsessu er Þórólfur Óli Aadnedard. Hestamannafélagið Neisti átti að sjálfsögðu flotta fulltrúa í hópreiðinni á fimmtudagskvöld. Fánaberi var Stefán Logi Grímsson á Berki frá Akurgerði. Félagið þakkar öllum þeim fulltrúum sem tóku þátt, á einn eða annan hátt, fyrir hönd félagsins fyrir góða keppni/starf og frábæra skemmtun. Við megum vera afar stolt af okkar fulltrúum sem voru félaginu til mikils sóma. Skrifað af selma Flettingar í dag: 2299 Gestir í dag: 52 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 931894 Samtals gestir: 88612 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 13:31:32 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: heneisti@gmail.comAfmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is