Folaldasýning verður haldin
í Reiðhöllinni Arnargerði, Blönduósi
sunnudaginn 20. janúar, kl. 14.00.

Sýningargjald er 2.000 kr á folald og opið fyrir alla að mæta með folöld á sýninguna.
Dómari
velur besta folaldið í flokkum hesta og hryssna en áhorfendur velja
álitlegasta folaldið í sömu flokkum. Skráning á netföngin [email protected] og [email protected] fyrir 17. janúar.
Veglegir follatollar verða í verðlaun t.d. Aldur frá Brautarholti aðaleinkunn 8,25, Brennir frá Efri-Fitjum aðaleinkunn 8.01, Grettir frá Grafarkoti aðaleinkunn 8,23 og Klængur frá Skálakoti aðaleinkunn 8,38.
Hrossaræktarsamtök A-Hún