26.01.2013 14:32Fundur mótanefndarFundur var haldinn í mótanefnd Neista miðvikudaginn 23.01.2013 1. Mótaröð Neista 2013. Rætt var um mótaröðina og framkvæmd hennar, reglur, dagssetningar og fl. Eftirfarandi var ákveðið varðandi komandi keppnir. Mótaröðin heitir "Mótaröð Hestamannafélagsins Neista 2013". Mótaröðin hefst 14 febrúar eins og áður hefur komið fram á tölti T7 í opnum flokki, áhugamannaflokki og flokki 16 ára og yngri. Þannig verða flokkarnir út mótaröðina. Veitt verða verðlaun fyrir stigahæstu knapana í þessum flokkum í lok mótaraðarinnar. Verðlaun verða veitt fyrir 1-3 sæti í samanlögðum stigafjölda í hverjum flokki fyrir sig. Stigagjöf verður þannig: 1 sæti gefur 10 stig, 2 sæti 8 stig, 3 sætið 6 stig, 4 sætið 5 stig, 5 sætið 4 stig og svo koll af kolli niður í 8 sætið sem gefur 1 stig. Mótið verður þá svohljóðandi: · 14 febrúar tölt T7 opinn flokkur, áhugamannaflokkur og 16 ára og yngri. · 24 febrúar verður ístölt (sjá breytingu á dagssetningu) opinn flokkur, áhugamannaflokkur og 16 ára og yngri. · 7 mars fjórgangur opinn flokkur, áhugamannaflokkur og 16 ára og yngri. · 21 mars Tölt T1 opinn flokkur, áhugamannaflokkur og 16 ára og yngri. · 6 apríl fimmgangur opinn fyrir alla (Sjá breytingu á dags.) Tölt T1 opinn flokkur, áhugamannaflokkur og 16 ára og yngri. Skoðað verður hvort að hægt sé að nota keppnisvöll, ef ekki þá verður höllin notuð. Ákveðið var að fimmgangurinn yrði opinn fyrir alla flokkana og stigagjöfin yrði þannig að fyrir 1 sætið yrði 5 stig, 2 sætið 4 stig, og svo koll af kolli niður í 1 stig fyrir 5 sæti.
2. Önnur mál. · Verkefnum var skipt á milli stjórnarmanna varðandi mótaröðina og framkvæmd mótanna.
Víðir Kristjánsson, Ólafur Magnússon, Raghildur Haraldsdóttir,Pétur Snær Sæmundsson, Höskuldur B.Erlingsson Flettingar í dag: 972 Gestir í dag: 18 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 930567 Samtals gestir: 88578 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 05:57:48 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is