28.01.2013 21:00Frábært námskeið og skemmtileg TöltfimikeppniFrábæru reiðnámskeiði hjá Trausta Þór lauk um miðjan dag á sunnudag með töltfimikeppni en þar vann Ragnhildur Harladsdóttir naumlega Magnús Ólafsson. Hún keppti sem gestur þar sem hún var ekki á námskeiðinu og fékk þar að leiðandi ekki verðlaun. Námskeiðið var mjög vel heppnað, 18 manns á aldrinum 10 til 67 ára sóttu það og var gaman að sjá hve miklum framförum hestar og menn tóku á aðeins 2 dögum. Trausti kom á föstudag þar sem þátttaka var meiri en ráð var fyrir gert og vann hann með einn nemandahóp á föstudag og annan á laugardag og síðan alla á sunnudag. Hestar og knapar voru undirbúnir þessa daga fyrir töltfimi og að keppa í töltfimi. Í keppninni lýsti Trausti öllum því sem fyrir augu áhorfandans bar og kom því vel til skila hvað væri verið að biðja um, hvar og hvenær. Það var mjög skemmtilegt og fróðlegt og áhorfendur ánægðir með það. Úrslit urðu þau að Magnús Ólafsson varð í 1. sæti, Guðmundur Sigfússon í 2. sæti og Eline Schrijver í 3. sæti. Flottar sýningar hjá þeim. Eline, Guðmundur og Magnús ásamt Trausta Þór að loknu námskeiði. Sigurbjörg Jónsdóttir í Litladal gaf verðlaun í fyrsta sætið en það var þessi fallegi hestshaus sem hún skar út. Kærar þakkir fyrir það. Myndir komnar í albúm. Skrifað af selma Flettingar í dag: 972 Gestir í dag: 18 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 930567 Samtals gestir: 88578 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 05:57:48 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is