17.02.2013 20:48Grunnskólamót - úrslitFyrsta mótið í Grunnskólamótaröðinni var haldið í dag í Reiðhöllinni á Blönduósi. Það er alltaf jafn gaman að sjá hvað krakkarnir eru liprir reiðmenn og renna léttilega í gegnum þrautabrautina, smalann og skeiðið. Æskulýðsnefndir félaganna standa að þessari mótaröð. Þátttökurétt hafa börn og unglingar á grunnskólaaldri á svæðinu og keppa þau í nafni þess skóla sem þau stunda nám við, skólarnir eru alveg ótengdir mótunum að öðru leiti. Varmahlíðarskóli er efstur eftir 1. mót, er með 23 stig en hinir skólarnir fylgja fast á eftir, Húnavallaskóli er með 21 stig, Gr. Húnaþings vestra er með 17 og Blönduskóli með 16 stig. Úrslit í dag urðu þessi: Þrautabraut 1. - 3. bekkur Tvær skvísur mættu í þrautabrautina eða smalann öllu heldur því þær fóru bara smalabrautina alla og fóru létt með það :)
Smali 4. - 7. bekkur Lilja María, Freyja Sól, Guðný Rúna, Sólrún Tinna og Lara Margrét Karitas, Eysteinn Tjörvi, Edda Felicia og Ásdís Freyja
Smali 8. - 10. bekkur Anna Baldvina, Hjördís, Magnea Rut, Leon Paul og Ásdís Brynja Eva Dögg, Lilja, Anna Herdís og Ragna Vigdís
Skeið
Hestamannafélagið Neisti og Æskulýðsnefnd Neista vill þakka öllum keppendum, starfsmönnum, foreldrum og áhorfendum kærlega fyrir skemmtunina og hjálpina og fyrir frábæran dag. Fleiri myndir í myndaalbúmi og Hjálmar Kárdal sendir okkur myndir fljótlega. Skrifað af selma Flettingar í dag: 3724 Gestir í dag: 658 Flettingar í gær: 738 Gestir í gær: 24 Samtals flettingar: 781803 Samtals gestir: 81777 Tölur uppfærðar: 2.1.2025 20:42:34 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is