13.03.2013 20:12Mótaröð Neista - Ístölt![]() Næsta mót í Mótaröð Neista er ÍSTÖLT sunnudaginn 17 mars kl.14.00 á Svínavatni neðan Stekkjardals. Keppt verður í flokki unglinga (16 ára og yngri), áhugamanna og í opnum flokki. Skráningargjald er kr. 1.000 fyrir fyrstu skráningu og 500 krónur eftir það. Skráningargjald fyrir unglinga er 500 fyrir hverja skráningu. Skráning sendist á email [email protected] fyrir miðnætti föstudagskvöldið 15. mars. Fram þarf að koma knapi og hestur, og í hvaða flokki er keppt. 2 keppendur eru inn á í einu. Riðið er einn leggur hægt tölt og til baka tölt með hraðabreytingum. Aftur tölt með hraðabreytingum og svo yfirferðartölt til baka. Alls fjórar ferðir. Einnig verður bæjarkeppni, með firmakeppnisfyrirkomulagi þ.e. riðnar 4 ferðir með frjálsri aðferð. Engin skráningargjöld Skráningargjöld má greiða inná reikning Neista 0307-26-055624 kt. 480269-7139 áður en mót hefst en það má líka greiða á staðnum (ekki er tekið við greiðslukortum). Mótanefnd PS: Athugið breytt netfang í þetta sinn. Flettingar í dag: 972 Gestir í dag: 18 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 930567 Samtals gestir: 88578 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 05:57:48 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is