21.04.2013 21:56Próf í knapamerkjumHestamannafélagið stóð fyrir námskeiðum í knapamerkjum 1,2, 3 og 4 í vetur ásamt öðrum námskeiðum. Sonja Noack, reiðkennari, sá um alla kennslu hjá félaginu í vetur en á þessum námskeiðum voru 50 manns á aldrinum 2 til 67 ára. Próf voru í knapamerki 1 og 2 í síðustu viku, 15. og 16. apríl, en knapamerki 3 og 4 eru tekin á tveim vetrum þar sem það er mikið nám og því engin próf í þeim þetta vorið. Á mánudag og þriðjudag mættu 13 í próf í knapamerki 1 og 7 í knapamerki 2 og gekk það allt með glæsibrag. Þær Kristín og María Rún voru fyrstar í próf þetta árið, flottar skvísur. Þessar skvísur, Tanja, Theodóra og Emelía komu í próf á þriðjudeginum og gekk það líka vel ... og þessir tveir, Arinbjörn og Glæsir, komu eins klæddir og fóru í knapamerki 2 og það gekk flott hjá þeim. Þessar tvær, sem eru búnar að vera á námskeiðum hjá Neista síðan þær voru 2ja eða 3ja ára og mæta á öll mót sem þær komast á, stóðu hæstar í knapamerkjaprófunum. Lilja Maria Suska tók próf í knapamerki 1 og var með 9,7 í einkunn og Sólrún Tinna Grímsdóttir tók próf í knapamerki 2 og var með 9,1 í einkunn. Frábær árangur hjá öllum og innilega til hamingju og takk Sonja fyrir frábæra kennslu. Skrifað af selma Flettingar í dag: 659 Gestir í dag: 17 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 930254 Samtals gestir: 88577 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 05:36:03 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is