05.06.2013 21:44Uppskeruhátíð krakkannaVetrarstarfi æskulýðsnefndar lauk 4. júní með uppskeruhátíð barna og unglinga sem voru á námskeiðum hjá hestamannafélaginu Neista í vetur. Það var mikil aukning á námskeið í vetur hjá byrjendum en þar þar voru 8 börn á aldrinum 2ja til 5 ára, en alls voru 21 barn, yngra en 12 ára, á námskeiðum en sum þeirra eru auðvitað búin að vera á námskeiðum í mörg ár. Það er hins vegar erfitt að koma einhverju öðru við en námskeiðum og mótahaldi hjá krökkunum yfir vetrartímann því þau eru upptekin í mörgum öðrum íþróttum. Ásamt því að koma 1x í viku á námskeið tóku mörg hver þátt í Grunnskólamóti og Mótaröð Neista þar sem þau stóðu sig með miklum sóma. Boðið var uppá Töltfiminámskeið með Trausta Þór um miðjan janúar þar sem nokkrir unglingar tóku þátt og höfðu gott og gaman af. Eftir knapamerkjapróf hófust svo stífar æfingar hjá öllum hópum fyrir Afmælishátíðina þar sem 50 börn og unglingar tóku þátt í hinum ýmsu skemmtilegu atriðum. Uppskeruhátiðin tókst frábærlega. Frábær mæting var bæði af börnum og foreldrum.
Eftir "reiðtúrinn" var efnt til grillveislu .....
og síðan voru viðurkenningarskjöl, knapamerkjaskíreini og smágjafir afhentar.
Í vetur voru 40 börn og unglingar á námskeiðum sem er mikið miðað við ekki stærra félag. Æskulýðsstarf Neista er í blóma og mikið og frjótt starf er unnið þar á ári hverju. Það má örugglega þakka áhuga og elju duglegra foreldra að þetta starf er eins gott og raun ber vitni. Margir þessara foreldra keyra börnin sín langan veg á námskeið í Reiðhöllina á Blönduósi í hverri viku, allan veturinn. Æskulýðsnefnd vill þakka öllum þeim sem hönd lögðu á plóginn í æskulýðsstarfinu í vetur, Sonju fyrir skemmtilega og frábæra kennslu og foreldrum fyrir gott samstarf. Einnig vill hún þakka þeim fyrirtækjum og stofnunum sem studdu æskulýðsstarfið fyrir frábæran stuðning með von um áframhaldandi velvilja. Ekki má gleyma Reiðhöllinni sem er notuð allan veturinn og án hennar ættum við ekki svona frábært og skemmtilegt vetrarstarf en æskulýðsstarfið fékk frían aðgang í hana í allan vetur. Með öllum þessum styrkjum gat félagið gefið öllum börnum og unglingum námskeiðgjald vetrarins og er það vel á afmælisári. Stefnan er að halda áfram skemmtilegu starfi sem stuðlar að samveru fjölskyldunnar, þannig að bæði börn og foreldrar hafi gagn og gaman af. Æskulýðsnefnd Skrifað af selma Flettingar í dag: 1598 Gestir í dag: 26 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 931193 Samtals gestir: 88586 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 06:40:08 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is