Þar sem við komumst yfir disk af Afmælissýningu Neista síðan í vor þá ætlum við að hafa "bíó" og popp og kók fyrir krakkana sem tóku þátt í sýningunni.
Miðvikudaginn 9. október kl. 17.30 í Reiðhöllinni. Sýningin (diskurinn) er uþb 1 klst og 30 mín.
Allir velkomnir, foreldrar, systkini, ömmur, afar, frænkur, frændur osfrv. :)
Diskurinn verður tilbúinn í sölu fljótlega. Endilega hafið samband á neisti.net@simnet.is til að panta. Verð kr. 1.500.
Einnig er Stórsýning Húnvetnskra Hestamanna síðan 2009 til á diski, verð kr. 500
Bestu kveðjur
Æskulýðsnefnd Neista