Mótanefndin fundaði á dögunum yfir kaffi og smákökum, um mótahald vetrarins sem og framkvæmd þeirra. Önnur mál voru að sjálfsögðu rædd en ýmislegt er í pípunum. Það skýrist síðar. Mótin verða eftirfarandi, en auðvitað miðast þetta alltaf við færð og veður og þess háttar.
- Ísmótið verður á Hnjúkatjörn þann 01.febrúar 2014. Það mót, er þó öðrum mótum fremur háð veðri og verður fært til ef veður, ísleysi eða annað hamlar þennan dag.
- Tölt T7 verður haldið 24. febrúar í Reiðhöllinni.
- Fjórgangsmót verður haldið 10. mars í Reiðhöllinni.
- Smalinn verður haldið 24. mars í Reiðhöllinni.
- Fimmgangur og tölt verður haldið 7. apríl í Reiðhöllinni.
mbk. Mótanefnd og Gleðileg jól !

PS. Á myndina vantar Ólaf Magnússon Sveinsstöðum
|
? |