Árleg karlareið á Svínavatni (Húnavatnshreppi)
verður laugardaginn 8. mars.
Mæting er við Dalsmynni kl. 14:00.
Riðið verður eftir endilöngu vatninu
sem er liðlega 10 km langt og 1-2 km breitt.
Áð verður á nokkrum stöðum á leiðinni þar sem búið verður að koma fyrir einhverju góðgæti fyrir bæði hross og menn, Veðurspáin er góð og ekkert til fyrirstöðu annað en að skella sér með í þessa einstöku karlareið á Svínavatni óháð búsetu eða hestamannfélagi.
( þú þarft að vera karlmaður).
Að ferðinni lokinni verður haldið í Reiðhöllina
þar verður grillað, sungið og spaugað.
Verð er kr. 2.500 pr.mann og er miðað við að menn sjái
að mestu um sína drykki sjálfir.
Skráning í ferðina er á [email protected]
eða hjá Hirti í 861-9816, Hilmari í 848-0033, Guðmundi 848-1775.
Ekki seinna en á fimmtudagskvöld 6.mars.
Allir velkomnir og vonumst til að sjá sem flesta
Nefndin