97. ársþing Ungmennasambands Austur Húnvetninga fór fram um síðustu helgi á Blönduósi. Góð mæting var á þingið en rúmlega 30 fulltrúar mættu frá aðildarfélögum sambandsins og var þingið mjög starfssamt.
Hvatningarverðlaun USAH hlaut Hestamannafélagið Neisti fyrir feykigott starf, sérstaklega starfsemi þeirra með börnum og unglingum í héraðinu.
 |
Áslaug Inga Finnsdóttir tekur á móti verðlaununum frá
formanni USAH Aðalbjörgu Valdimarsdóttur.
|