Næstkomandi mánudagskvöld verður keppt í fimmgangi og tölti. Fyrirkomulagið verður eftirfarandi:
Fimmgangur : Einn er inn á velli í einu. Riðnir skulu 4 hringir og ræður hver knapi hvernig hann setur upp sína sýningu þó þannig að sýna skal 1 hring á tölti, 1 hring á brokki, ½ hringur á feti og sýna skal stökk tvisvar á sömu langhlið. Knapi hefur ferjuleið á milli stökksýninga. Skeiðlagt verður gegnum höllina 2 ferðir fyrir hvern knapa. Verði skráningar ekki margar í hverjum flokki ríða knapar skeiðið hver á eftir öðrum þegar öðrum sýningaratriðum í viðkomandi flokki er lokið.
Tölt: Tölt er riðið samkvæmt reglum T1. Hægt tölt 1 hringur, snúið við. 1 hringur með hraðabreytingum og 1 hringur greitt tölt.
Munið eftir að skráningafrestur rennur út á miðnætti á laugardagskvöld og ráslistar verða birtir á sunnudag.