04.06.2014 13:01Félagsmót Neista og úrtaka fyrir Landsmót
Félagsmót Neista og úrtaka fyrir Landsmót 2014, verður haldið á keppnisvelli okkar laugardaginn 14. júní nk
Boðið verður upp á eftirfarandi flokka:
Á félagsmótinu verður boðið upp á sérstakan flokk fyrir polla. Pollum er ekki sætaraðað en allir frá þátttökuverðlaun.
Skráningar skuli berast fyrir miðnætti miðvikudaginn 10.júní á netfangið motanefndneista@gmail.com.
Það sem koma þarf fram í skráningu er IS-númer hests, kt. knapa og í hvaða grein er keppt. Mótanefnd áskilur sér rétt til að sameina flokka eða fella niður ef ekki fæst næg þáttaka. Skráningargjöld í fullorðinsflokka og ungmennaflokk eru 3.000 kr. Fyrir börn og unglinga 2.000 kr. og 500 kr. fyrir pollana.
Skráningargjöld greiðast inn á reikning 0307-26-055624 kt. 480269-7139 í síðasta lagi fyrir kl 21:00 fimmtudaginn 11. Júní annars ógildist skráningin og viðkomandi fer ekki á ráslista.
Einnig eru þeir sem eru með farandbikara beðnir um að koma þeim til mótanefndar fyrir mót. Vinsamlega veitið því athygli að í gæðingakeppni þarf hesturinn að vera í eigu Neistafélaga.
Keppendur eru beðnir að skoða vel reglur LH sem gilda um þátttöku í gæðingakeppni.
Mótanefnd auglýsir eftir aðstoð við ýmis störf á mótinu, en framgangur mótsins veltur alfarið á góðum stuðningi félagsmanna.
Boðið verður upp á orkumikinn hádegisverð í hléi á hóflegu verði.
Hlökkum til að sjá sem flesta. Mótanefnd
Skrifað af HBE Flettingar í dag: 2284 Gestir í dag: 52 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 931879 Samtals gestir: 88612 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 13:09:31 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: heneisti@gmail.comAfmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is