26.04.2015 20:22Uppskeruhátíð nemenda knapamerkja og barnastarfs Neista
Í dag 26. apríl var uppskeruhátíð nemenda knapamerkja og barnastarfs Neista. Engin sýning var þar sem veðrið var leiðinlegt en foreldrar mættu með kökur og úr varð heljarinnar veisla, mætingin var frábær.
Reiðnámskeið hafa verið á hverjum vetri í reiðhöllinni síðan 2002 en þá var fyrsta æskulýðsnefndin starfsett og varð þá strax fullt á öll námskeið. Reiðhöllin var tekin í notkun í mars 2000. Í fyrstu æskulýðsnefndinni, veturinn 2002, voru Finnur Karl Björnsson, Jón Ragnar Gíslason og Alda Björnsdóttir og markmið nefndarinnar var: Að kenna hestfærum börnum og unglingum undirstöðuatriði í almennri reiðmennsku, ásetu og stjórnun, hugsanlega með keppni og/eða sýningar að leiðarljósi ef við á.
Í dag voru viðurkenningar og gafir afhentar til þeirra barna og unglinga sem voru á námskeiðum, en í vetur voru hefðbundin námskeið fyrir krakka yngri en 12 ára og svo knapamerki 1, 2, 3, 4 og 5. Knapamerkin hafa verið kennd frá árinu 2007. Nú í vor luku 3 börn og 1 fullorðinn prófi í knapamerki 1, 2 unglingar og 2 fullorðnir í knapamerki 2, 2 unglingar og 1 fullorðinn í knapamerki 3, en knapamerki 3 er kennt á 2 árum og eru 4 í seinni hópnum. Knapamerki 4 er líka kennt á 2 árum og þar er 1 unglingur.
Þrír fullorðnir luku prófi í knapamerki 5 og eru þau þau fyrstu til að ljúka knapamerki 5 á Blönduósi sem er frábært.
Sá yngsti og elsti á námskeiðum í vetur, Magnúsarnir tveir. Þeir eiga framtíðina fyrir sér í hestamennskunni. Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum er á sínum 2. vetri á reiðnámskeiðum og Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum, alls ekki hættur en lauk prófi í knapamerki 5 með glæsibrag.
Heiðrún fær þakklætisvott frá nemendum í knapamerki 5.
Helga Thoroddsen sem er höfundur knapamerkjanna (vor 2004) en lét af störfum sem verkefnisstjóri þeirra haustið 2014 kom og dæmi hjá okkur núna sem og áður. Hún hefur dæmt í langflestum prófunum. Hún er því búin að fylgjast með öllum þeim sem hafa farið í gegnum knapamerkin hjá félaginu og nú síðast þeim þrem fræknu í próf í knapamerki 5. Eftir að hafa fylgst með "okkar" fólki í gegnum allt knapamerkjakerfið 1 til 5, segir hún að þau sanni það að Knapamerkin eru fyrir alla og geta unnið kraftaverk fyrir knapa þegar rétt er að málum staðið. Það sem einkenndi prófin hjá Magga, Gumma og Siggu voru prúðmannlegir knapar með rétt viðhorf gagnvart sjálfum sér og hestum sínum og hestar í andlegu og líkamlegu jafnvægi. Kennarinn þeirra Heiðrún Ósk Eymundsdóttir á heiður skilinn fyrir það yfirbragð sem var á knöpum og hestum - og að sjálfsögðu aðrir reiðkennarar sem hafa komið að málum í gegn um árin. Þegar saman fara góð reiðkennsla, góðir nemendur og góðir hestar er greinilegt að árangurinn skilar sér. Þökkum við henni kærlega fyrir að hafa komið og dæmt hjá okkur í gegnum árin.
Enn einu frábæru vetrarstarfi hjá félaginu er lokið. Til hamingju öll sem voruð á námskeiðum og öll sem tókuð próf. Frábær dagur, takk öll sem komuð og gerðuð daginn skemmtilegan. Vonandi sjáumst við að ári á námskeiðum hjá Neista.
Skrifað af Selmu Flettingar í dag: 1598 Gestir í dag: 26 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 931193 Samtals gestir: 88586 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 06:40:08 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is