Frábæru Landsmóti lokið. Glæsilegt í alla staði.
Okkar fólk og hestar tóku þátt og stóðu sig með prýði, þökkum við þeim kærlega fyrir frábæra frammistöðu.
Á fimmtudagskvöldið var setningarathöfnin og hópreið hestamannafélaganna. Fjölskyldan á Hofi sá alveg um þann þátt ásamt því að taka þátt í keppninni fyrr í vikunni.
Ásdís var fánaberi fremst í hópreiðinni ásamt fleiri unglingum.

Lara var fánaberi fyrir Hestamannafélagið Neista.
 |
Fjölskyldan á Hofi tók þátt í hópreiðinni fyrir hönd hestamannafélagsins.
|
|
Myndir Martina Gates, teknar af fésbókarsíðu Eline. |