Ákveðið hefur veri að efna til ísmóts á Svínavatni við Stekkjardal á laugardaginn kemur 11. mars kl. 13:00.
Keppt verður í tölti í opnum flokki, flokki áhugamanna og 16 ára og yngri svo sem verið hefur. Riðin verður ein ferð á hægu tölti, tvær ferðir hraðabreytingar og ein ferð á yfirferðartölti.
Bæjarkeppni með firmakeppnissniði fer fram að tölti loknu.
Skráning berist fyrir kl. 20:00 föstudaginn 10. mars á netfangið valur@gamar.is. Skráningargjöld eru 1.000 kr.
Nefndin.