30.03.2018 13:55

Fimmgangsmót - tillaga.

 

Ágæta Neistafólk.  

Þannig er mál með vexti að dagatal okkar segir til um að halda skuli fimmgangsmót fimmtudaginn 5. apríl í Reiðhöllinni. Mótanefnd hefur hug á að færa þetta mót yfir á föstudaginn 6. apríl og hafa jafnframt keppni í T 7 og bjóða upp á pizzu í hléi á þessu lokamóti vetrarins. Okkur finnst betra að hafa þetta að kvöldi fyrir frídag.  En þar sem dagatalið hefur staðið i vetur eru kannski einhverjir sem ákveðnir eru í að keppa búnir að gera ráðstafanir og geta því ekki breytt og því viljum við kynna þessa hugmynd og sjá hver viðbrögð hún fær. Þeir sem eru því mótfallnir að þessi breyting verði gerð geta hér með komið því á framfæri í skilaboðum á feisbúkk til nefndarmanna í mótanefnd eða hvernig sem þeir vilja. Nefndin áskilur sér rétt til þess að meta þau viðbrögð sem verða og taka svo ákvörðun í samráði við stjórn í framhaldinu.

Mótanefnd.

Flettingar í dag: 1598
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 2989
Gestir í gær: 102
Samtals flettingar: 931193
Samtals gestir: 88586
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 06:40:08

Vafraðu um

Eldra efni

Um hestamannafélagið Neista

Nafn:

Hestamannafélagið Neisti

Afmælisdagur:

1943

Heimilisfang:

540 Blönduós

Staðsetning:

Blönduós

Um:

Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.

Kennitala:

480269-7139

Tenglar

clockhere