11.03.2019 13:33Æskulýðsmót NeistaÆskulýðsmót Neista Laugardaginn 16. mars kl. 14:00 verður haldið Æskulýðsmót í reiðhöllinni Arnargerði. Keppt verður í eftirfarandi flokkum og greinum: Pollaflokkur Barnaflokkur Unglingaflokkur Þrígangur í Barnaflokki: Riðnir skulu tveir og hálfur hringur og sýnt fet (hálfur hringur), tvær af þremur eftirtöldum gangtegundum tölt, brokk, stökk (heill hringur hvor gangtegund). Áður en keppandi hefur keppni má hann ríða hálfan hring þ.e. hefja keppni að sunnanverðu. Keppandi ræður röð gangtegunda en í lok keppni skal hægja niður á fet. Fjórgangur í unglingaflokki: Einn keppir í einu. Sýna má greinina upp á hvora hönd sem er. Knapar hafa fjóra og hálfan hring til umráða til að sýna eftirfarandi gangtegundir í þeirri röð sem þeir sjálfir kjósa. Hægt tölt, hægt til milliferðar brokk, fegurðartölt, meðal fet, hægt til milliferðar stökk. Einungis má sýna hverja gangtegund einu sinni, fet skal sýna hálfan hring og aðrar gangtegundir heilan hring. Áður en keppandi hefur keppni má hann ríða hálfan hring þ.e. hefja keppni að sunnanverðu. Í T7 er riðinn einn hringur á hægu tölti, hægt niður á fet og snúið við, síðan riðinn einn hringur á frjálsri ferð. Skráningar berist á netfangið [email protected] fyrir kl. 12:00 föstudaginn 15. mars. Fram komi nafn knapa, nafn á hrossi, aldur og litur. Ekkert skráningargjald. Veglegt kaffihlaðborð í boði foreldra Neistakrakka verður annað hvort í lok móts eða í hléi. Æskulýðsnefnd Neista Skrifað af Anna Margrét Flettingar í dag: 1327 Gestir í dag: 22 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 930922 Samtals gestir: 88582 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 06:18:56 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is