Við í Farskólanum ætlum að bjóða upp á raunfærnimat á móti hestabraut í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra -FNV nú í vor ef næg þátttaka fæst (8 -10 manns).
Raunfærnimat er frábær leið fyrir fólk, sem unnið hefur við tamningar í a.m.k 3 ár og er orðið 23 ára, til að fá reynslu og þekkingu sína metna til eininga á framhaldsskólastigi. Þessi leið getur stytt námstíma á hestabraut, verulega.
Biðjum ykkur að auglýsa þetta meðal ykkar félaga og við í Farskólanum munum svara öllum spurningum sem upp koma varðandi þetta. Getum einnig komið og kynnt fyrir áhugasömum eða þeir komið við í Farskólanum og fengið nánari upplýsingar.
Einnig má gjarnan senda tölvupóst á [email protected] eða [email protected]
ATH. - Raunfærnimatið er þátttakendum að kostnaðarlausu ef viðkomandi hefur ekki lokið öðru námi en grunnskóla.