05.03.2020 18:36Vantar fleiri hendur í framkvæmdirKæru Neistafélagar Framkvæmdir eru nú í gangi í reiðhöllinni og er salurinn að taka stökkbreytingu til betri vegar. Búið er að mála og parketleggja en þar er næst á dagskrá er að setja upp eldhúsinnréttingu. Það verður mikil breyting á salnum þegar verkinu er lokið og vonandi verður hægt að fagna 20 ára afmæli reiðhallarinnar þar með pompi og prakt í næstu viku. Eins og áður segir hófust framkvæmdir í höllinni um síðustu helgi og mættu nokkrir félagsmenn Neista ásamt stjórnarmönnum til að láta verkin tala. Stjórn Neista er gífurlega þakklát fyrir þá aðstoð sem fengist hefur í framkvæmdirnar en á sama tíma óskum við eftir fleiri félögum til að leggja sitt að mörkum. Eins og staðan er núna þá hafa nokkir félagsmenn lagt mjög mikið á sig í þágu félagsins en við teljum að hægt sé að virkja fleiri félagsmenn í verkefnið. Mikið líf er í hestamannafélaginu um þessar mundir eins og mátti sjá á Grímutöltinu í SAH mótaröðinni um liðna helgi. Þátttakan var frábær og margt um manninn í reiðhöllinni. Endurbætur reiðhallarinnar eru ekki síst í þágu þeirra virku félagsmanna sem sækja viðburði Neista s.s. mót og námskeið og annara sem nýta reiðhöllina í sinni hestamennsku. Því er spurning hvort það séu ekki fleiri félagasmenn tilbúnir að gefa Neista og reiðhöllinni aðeins af tíma sínum og njóta samveru á sama tíma? Stjórn Neista vill hvetja félagsmenn til að hafa samband og bjóða fram krafta sína. Unnið verður í reiðhöllinni næstu daga, í ýmsum verkefnum og á ýmsum tímum svo að flestir ættu að geta lagt verkefninu lið með einum eða öðru hætti. Sem dæmi um verkefni sem þarf að vinna þá vantar aðstoð við; Þrif á húsgögnum, sessum, áhorfendapöllum, veggjum, hurðum og fleira. Málningu á anddyri, salernum, gluggum, hurðum og fl. Smíði á skáp/kompu í anddyri undir sessur Söfnun styrkja - fjáröflun Skipulagningu afmælisfagnaðar Bakstur fyrir afmælisfagnað Flísalögn Endurbætur á salernum, uppsetning nýrra tækja og fleira. Einnig vantar enn húsgögn í salinn okkar og félagsmenn mega gjarnan vera vakandi fyrir hentugum húsmunum. Það sem vantar er; Sófi Sófaborð Bókahillur - lágar Lokaðar hirslur / skápar Ísskápur Eldhúsmunir Ryksuga Tökum höndum saman! Með kveðju, Stjórn Hestamannafélagins Neista Skrifað af Kolla Flettingar í dag: 972 Gestir í dag: 18 Flettingar í gær: 2989 Gestir í gær: 102 Samtals flettingar: 930567 Samtals gestir: 88578 Tölur uppfærðar: 2.4.2025 05:57:48 |
Vafraðu umEldra efni
Um hestamannafélagið Neista Nafn: Hestamannafélagið NeistiTölvupóstfang: [email protected]Afmælisdagur: 1943Heimilisfang: 540 BlönduósStaðsetning: BlönduósUm: Hestamannafélagið Neisti hefur sitt aðsetur á Blönduósi, en er félag hestamanna í Austur-Húnavatnssýslu.Tenglarclockhere
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is