Eftir fjórgangsmótið var haldið uppí sal reiðhallarinnar og verðlaun veitt.
Loksins var hægt að verðlauna knapa ársins 2021 en það voru þær
Ásdís Freyja Grímsdóttir í yngri flokkum og Bergrún Ingólfsdóttir í flokki fullorðinna sem hlutu þau.
Ásdís Freyja Grímsdóttir, knapi ársins í yngri flokkum.

Hún komst ekki til að taka við verðlaununum en mamma hennar, Jóhanna, kom í staðin,
hér er hún ásamt formanni hestamannafélagsins Hafrúnu Ýr.
Ásdís gerði það gott í keppni á sl. ári, í ungmennaflokki.
Hún tók þátt í SAH mótaröð Neista, íþróttamóti á Hólum, félagsmótinu hér á vellinum.
Fór í úrtöku á Hvammstanga fyrir FM og fékk þar 8.30 í forkeppninni á Pipar frá Reykjum.
Ásdís og Pipar gerðu það gott alls staðar þar sem þau kepptu, á félagsmótinu urðu þau í 1. sæti með 8.33. Þau fóru fyrir hönd Neista á fjórðungsmótinu og urðu þar í 6. sæti í forkeppni með 8.32 og í úrslitum í 8. sæti með einkunina 8.07.
Hún á Pipar, hefur tamið hann og þjálfað. Virkilega flott par þar á ferð.
Ásdís Freyja byrjaði á námskeiðum í þessari reiðhöll um leið og hún fór að ganga og var hér á námskeiðum hvern einasta vetur þar til hún fór í framhaldsskóla, foreldrarnir endalaust duglegir að keyra frá Reykjum hér niður eftir með krakkana á námskeið.
Hún var að vinna hjá Bergrúnu í fyrravetur og þær stöllur voru greinilega gott lið saman með góða hesta!!
Innilega til hamingju með flottan árangur!
Bergrún Ingólfsdóttir, knapi ársins í flokki fullorðinna
 |
Bergrún tekur við verðlaunum sínum frá formanni hestamannafélagsins Hafrúnu Ýr. |
Bergrún gerði það gott á keppnisvellinum á sl. ári eins og oft áður.
Hún tók þátt í SAH mótaröð Neista, íþróttamóti á Hólum, félagsmótinu hér á vellinum.
Fór í úrtöku á Hvammstanga fyrir FM og fékk frábærar tölur á Galdur og Roða. Þar var hún í 1. sæti á Roða í forkeppni með einkunina 8,58 í A-flokki og 7. sæti á Galdri í B-flokki með einkunina 8,43. Glæsilega gert!
Bergrún fór á fjórðungsmót fyrir hönd Neista og stóð sig frábærlega með Galdur og Roða. Hún var í 9. sæti í forkeppni á Galdri 8,52 og 14. í úrslitum með einkunina 8.11.
Á félagsmótinu var Galdur efstur í forkeppni í B-flokki, keppti ekki í úrslitum. Hún var í 2. sæti í úrslitum á Sóldögg í A-flokki og í 2. sæti í úrslitum í gæðingatölti á Lygnu.
Vel gert og innilega til hamingju!
|